Lóðs & leiðtogaþjálfi
Vinnustofur, þjálfun og eftirfylgni sem mætir þínum þörfum & gerir þér og teyminu þínu kleift að ná meiri árangri hraðar. Breytingar eiga sér stað eitt samtal í einu.
Skýr sýn. Meðvituð skref.
Sameiginlegur árangur.
Leiðtogar hafa meiri áhrif en þá grunar, áhrif á líf fólks.
Ég styð leiðtoga, formlega sem óformlega, á vegferð sinni í að hafa jákvæð áhrif til góðs á líðan fólks, samvinnu teyma, framgang verkefna og þar með hagnað og árangur fyrirtækja og stofnana.
Ég geri það með því að hjálpa hugrökkum leiðtogum að skapa skýra sýn, efla liðsheild og samvinnu og búa til menningu umbóta og nýsköpunar - með því að hanna vinnustofur, leiða árangursríka samvinnu og þjálfa einstaklinga og teymi samhliða breytingaverkefnum.
VINNUSTOFUR
Vinnustofur snúast um að hanna aðstæður fyrir fólk til að eiga innihaldsríka og skapandi samvinnu með það að markmiði að ná fram mikilvægum afurðum og ákvörðunum á mun skemmri tíma en hægt er með hinu hefðbundna fundarformi.
Sem lóðs er það mitt hlutverk að hanna, skipuleggja og leiða ferli samtals og samvinnu með það að leiðarljósi að færa þig og teymið þitt hratt og örugglega í átt að árangri.
ÞJÁLFUN
Þjálfun einstaklinga og teyma miðar að því að gera liðsheildina hæfari til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að vinna saman að krefjandi markmiðum.
Með þróun einstaklinga og teyma eykst vellíðan og gleði í starfi og grunnur er lagður að árangursríkri leiðtoga- ,umbóta- og nýsköpunarmenningu.
Ég nýti aðferðir teymis- og markþjálfunar auk aðferða lóðsins til að þjálfa bæði leiðtoga, einstaklinga og teymi í átt að auknum árangri og vellíðan í lífi og starfi.
Námskeið
Ég trúi því að heimurinn þurfi fleiri hugrakka leiðtoga, formlega sem óformlega.
Með þá trú að leiðarljósi hef ég hannað og haldið leiðtoganámskeið sem eiga það sameiginlegt að efla leiðtogafærni fólks ýmist í hlutverki lóðsins eða stjórnandans.
Þjálfunin mín byggir á hugmyndafræði leiðtogafræða, breytingastjórnunar, Agile hugarfars, markþjálfunar og lóðsunar. Sjálfsagt er að aðlaga efnið að þínum þörfum.
RÁÐGJÖF
Ég veiti leiðtogum ráðgjöf á mismunandi sviðum stjórnunar; við mótun og innleiðingu stefnu, umbreytingu fyrirtækjamenningar, varðandi ferla- og umbótastarf, notkun Lean/Agile hugarfars, þróun og eflingu leiðtoga, teyma og starfsfólks.
Nálgun mín í ráðgjöf byggir á því að greina þarfir og koma auga á mögulegar lausnir í samvinnu við bæði stjórnendur og starfsfólk sem breytingarnar hafa áhrif á hverju sinni.