top of page

IKIGAI

Það eru rúm tvö ár síðan ég kynntist japanska hugtakinu Ikigai sem hefur á ensku verið þýtt sem "A reason for being" ...og ég hef eiginlega verið með það á heilanum síðan.



Ikigai hjálpar manni á svo fallegan hátt að hugsa um það hvernig maður vill verja lífinu sínu: Hvaða tilgangi vil ég vinna að? Hvernig get ég nýtt ástríðu mína og styrkleika alla daga til að vinna að þessum tilgangi? Hvernig vil ég verja starfsævinni minni þannig að hún sé í senn nærandi og gefandi?


Að móta sitt eigið Ikigai er ekki eitthvað sem er auðvelt að hrista fram úr erminni - og það á að mínu mati ekki heldur að vera einfalt eða einskiptis æfing að koma því niður á blað. Það er í mínum huga vegferð að móta og þroska mitt Ikigai, vegferð sem ég nýt þess að vera á og er þakklát fyrir að hafa hafið.


Ég er enn ekki búin að móta eina fallega og skýra setningu sem ég get smellt í miðjuna á Ikigai myndinni en hringirnir eru allir að verða skýrari í huga mér eftir að hafa notað alls kyns leiðir til að hjálpa mér að pússla því saman m.a. kuldaþjálfun, hugleiðslu, markþjálfun, sálfræðitíma, endurgjöf, leiðtogaþjálfun, berskjöldun, KAP og ég gæti talið áfram (ef þetta er það sem kallast miðaldrakrísa þá mæli ég með!)


í framhaldi af þessu langar mig til að deila með ykkur því sem ég trúi að heimurinn þarfnist núna:

  • Meiri gleði og jákvæð orka - meira flæði

  • Meira sjálfsöryggi & umhverfi sem leyfir fólki að vera einlæglega það sjálft

  • Einfaldari & hraðari ákvarðanataka

  • Hraðari sameiginlegur lærdómur - fail fast

  • Meira hugrekki

  • Fleiri leiðtogar í sínu eigin lífi

Að þessu langar mig til að vinna alla daga og nýta alla mína hæfileika og ástríðu til að styðja við og ná fram. Ef ég get hjálpað fólki að taka hugrekkisskref stór eða smá, hjálpað teymum að takast á við nýjar áskoranir, erfið verkefni, ef ég get stutt við skýrari sýn fólks á sameiginleg markmið, hjálpað fólki að gera flókna hluti einfalda og sjá leiðina áfram, ef ég get komið því til leiða að djarfar hugmyndir verði að veruleika, ákvarðanir séu teknar hraðar, árangur náist fyrr, ef ég get hjálpað einni manneskju að sjá hversu stórkostleg hún er...


Ef ég opna ástríðunni minni farveg og nýti styrkleikana mína á hverjum degi hvort sem er í vinnunni eða heima með fjölskyldu og vinum og leyfi mér að hvíla þannig í sjálfri mér - þá er tilgangnum náð "A reason for being"


Hvert er þitt Ikigai?

Lára (2)_edited.jpg

Í pistlum mínum skrifa ég um leiðtogafærni, persónulegan vöxt og mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki í átt að skýrri sýn, sterkri liðsheild og langtímaárangri. 

Post Archive 

Tags

bottom of page