top of page

Ég trúi því að heimurinn þurfi fleiri hugrakka leiðtoga, formlega sem óformlega,

sem eru tilbúnir til að skapa umhverfi fyrir sameiginlegan vöxt og sköpunargleði fólks.

​

The Wall of Ideas
Árangursríkar vinnustofur

 

Á námskeiðinu læra þátttakendur að tileinka sér hugarfar og aðferðir sem nýtast til að halda árangursríkar vinnustofur. 

​

Þátttakendur fá innsýn í það hvernig heildarferlið við að undirbúa, hanna og lóðsa vinnustofur á sér stað og kafa svo dýpra í annars vegar einstaka aðferðir/æfingar og hins vegar í það hvernig lóðsinn mætir sjálfur til leiks þ.e. hegðun og atferli lóðsins í aðstæðunum.

06.09.2023 - Lára Kristín - Opni Háskólinn-03498.jpg
Leiðtoginn ég

Námskeið á vegum Opna háskólans í HR 

​

Á námskeiðinu fá stjórnendur tækifæri til að efla sig á markvissan hátt í leiðtogahlutverkinu og varða sína leið áfram í átt að langtímaárangri. Námskeiðið  byggir á leiðtogafræðum, Agile hugmyndafræði og breytingastjórnun. Mikið er lagt upp úr hagnýtri persónulegri nálgun. Námskeiðið hefst og lýkur með einstaklings markþjálfun.  

​

IMG_9200.jpg
Þjálfun umbótaleiðtoga

Umbótaleiðtogar glíma við fjölbreyttar áskoranir sem fylgja því að leiða verkefni og samvinnu teyma, oft og tíðum án þess að hafa til þess formlegt vald. 

​

Hér set ég saman námskeið í að hanna og leiða árangursríkar vinnustofur með hugarfar og hæfni lóðsins að leiðarljósi og þjálfun sem byggð er á raunáskorunum þátttakenda í starfi.

 

Þannig fá þátttakendur tækifæri til að nýta lærdóm sinn strax og prófa sig áfram með stuðningi leiðbeinandans og hvors annars.  

Modern Work Space
Hvetjandi samtöl og endurgjöf

Eitt veigamesta hlutverk hvers stjórnanda er að vera til staðar fyrir fólk og stuðla að vexti og þróun einstaklinga.

 

Á námskeiðinu er fjallað um tilgang og virði starfsmannasamtala & endurgjafar annars vegar og hins vegar farið yfir mikilvæga hæfniþætti og verkfæri sem hjálpa stjórnendum að rækta tengslin við fólkið sitt og styðja við árangur þess. 

Viltu vita meira?

  • Námskeiðin mín byggja á hugmyndafræði leiðtogafræða, breytingastjórnunar, Agile/Lean og lóðsunar (facilitation).
     

  • Innihald námskeiðanna miðar ávallt að því að leiðtogar finni sína leið að því að hafa jákvæð áhrif til góðs. 
     

  • Áhersla er lögð á hugarfar og hæfni umfram aðferðir og tól þó svo að þeim séu einnig gerð góð skil.
     

  • Þátttakendur eru hvattir til að prófa sig áfram í raunumhverfi milli tíma því hugarfar og hæfni þróast ekki í raun án þess. 
     

  • Sjálfsagt er að aðlaga efni námskeiða að þörfum hverju sinni. 
     

  • Fyrsta skrefið er alltaf stuttur fundur þar sem við förum yfir áskoranir þínar, væntingar og þarfir annars vegar og þú færð tilfinningu fyrir því hvernig mögulegt væri að stilla upp vinnunni okkar saman hins vegar. 

bottom of page