Lóðs & leiðtogaþjálfi
Hvernig eru vinnustofur öðruvísi en venjulegir fundir?
Vinnustofur eru í raun fundur sem er undirbúinn frá A-Ö og leiddur af hlutlausum aðila sem á ensku kallast facilitator. Ég kýs að nota orðið lóðs.
Vinnustofur snúast um að skapa aðstæður fyrir fólk til að eiga markvissa, innihaldsríka og skapandi samvinnu með það að markmiði að ná fram mikilvægum afurðum og ákvörðunum á mun skemmri tíma en hægt er með hinu hefðbundna fundarformi.
Þegar samvinna er undirbúin og leidd af hlutlausum aðila á þennan hátt þurfa þátttakendur ekki að hafa áhyggjur af því hvað þarf að gera eða í hvaða röð. Lóðsinn sér um það. Þátttakendur geta því einbeitt sér að því að leggja fram sína styrkleika og sérfræðiþekkingu til vinnunnar.
Vinnustofur gefa færi á að virkja raddir ólíkra hagsmunaaðila, heyra raddir þeirra sem sjaldnar hafa sig í frammi og skapa bæði sameiginlega sýn og lausnir sem annars hefðu ekki litið dagsins ljós.
Samskipti og samvinna í vinnustofum eykur samkennd, traust og liðsheild meðal þeirra sem taka þátt. Vinnustofur eru því í mínum augum árangursrík leið til að þjálfa hugarfar og hegðun og hafa jákvæð áhrif til góðs á menningu fyrirtækja.
Viltu vita meira?
-
Stendur þú frammi fyrir áskorun í vinnunni sem þú veist ekki hvernig þú færð fólk í lið með þér til að leysa?
-
Vilt þú fá að eiga rödd í stað þess að leiða alltaf vinnuna sjálf/ur?
-
Þarftu aðstoð við að skapa sameiginlega sýn, finna leiðina áfram, skapa liðsheild og hvata í kring um nýtt verkefni, ná utanum innleiðingu breytinga, endurhanna ferli, skipuleggja umbótastarf, forgangsraða verkefnum, þróa vöru eða þjónustu á skapandi hátt...
Ég hanna, skipulegg og lóðsa vinnustofur sem mæta þínum þörfum með það að leiðarljósi að færa þig og teymið þitt hratt og örugglega í átt að árangri.
Fyrsta skrefið er alltaf stuttur fundur þar sem við förum yfir áskoranir þínar, væntingar og þarfir annars vegar og þú færð tilfinningu fyrir því hvernig mögulegt væri að stilla upp vinnunni okkar saman hins vegar.