Lóðs & leiðtogaþjálfi
Til að fyrirtæki þróist og vaxi, þarf fólk að þróast og vaxa fyrst.
STJÓRNENDAÞJÁLFUN
Í breytingum og óvissu, sem er normið fremur en undantekning í dag, er það orðin grundvallarforsenda að stjórnendur stígi sterkum skrefum inn í leiðtogahlutverkið þar sem hugrekki í samskiptum, agile hugarfar og styrkleikamiðuð stjórnun ræður ríkjum. En hvað þýðir það fyrir þig?
Ef þú ert tilbúin/n til að líta inn á við með það að markmiði að efla þig sem leiðtogi og ná árangri sem tekið er eftir, þá gæti markþjálfun með áherslu á leiðtogahlutverkið verið góður kostur fyrir þig.
ÞJÁLFUN UMBÓTALEIÐTOGA
Umbótaleiðtogar glíma við fjölbreyttar áskoranir sem fylgja því að leiða verkefni og samvinnu teyma, oft og tíðum án þess að hafa til þess formlegt vald.
Sem lóðs og markþjálfi styð ég umbótaleiðtoga með því að þjálfa hæfni þeirra í að leiða árangursríka samvinnu teyma, hanna og leiða vinnustofur og tileinka sér hugarfar agile breytingaleiðtogans.
TEYMISÞJÁLFUN
Teymisþjálfun snýst um að skapa öruggt lærdómsumhverfi og leiða teymi í samtal sem hjálpar teyminu að koma auga á nýjar leiðir í samskiptum og samvinnu. Teymisþjálfunarvegferðin miðar að því að hámarka bæði sameiginlegan árangur teymisins og starfsánægju meðlima þess.
Ferli teymisþjálfunar hjálpar teymum til dæmis að sjá skýrar sameiginlegan tilgang, finna innblástur, eldmóð og þrautseigju auk þess að skapa sameiginlega sýn teymisins á það hvað þarf til að teymið eflist saman og nái árangri sem skiptir teymið raunverulegu máli.
Með þjálfun teyma í fyrirtækjaumhverfi eykst vellíðan, sjálfsöryggi, frumkvæði og sköpunargleði í starfi. Þjálfunin miðar að því að gera liðsheildina hæfari til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að vinna saman að krefjandi markmiðum. Grunnur er lagður að árangursríkri leiðtoga- og umbótamenningu.