top of page

Uppáhalds orðið mitt: Sam-sköpun

Besta leiðin sem ég hef fundið til að virkja ástríðu, eldmóð & löngun fólks til að taka þátt í breytingum?


Tatatada....


🍃 Sam-sköpun🍃

Sam-sköpun þýðir í mínum huga:


🌿 Að bjóða öðrum að hugsa upphátt með sér


🌿 Að koma saman og byggja ofan á hugmyndir hvors annars


🌿 Að ræða og skoða hlutina frá mismunandi sjónarhornum


🌿 Að vera stundum ósammála og nota það sem drifkraft til að gera útkomuna enn betri en hún hefði annars orðið


🌿 Að leggja sig fram um að sjá og skilja hlutina frá sjónarhornum hinna


🌿 Að hafast við í flækjunni og óvissunni saman


🌿 Að trúa því að við getum gert eitthvað geggjað ef við gerum það saman


🌿 Að nýta styrkleika hvors annars, þurfa ekki að kunna og geta allt sjálf


🌿 Að teikna og tala og leika og fara út í náttúruna og hlusta á tónlist og dansa... saman til að fá nýjar og enn betri hugmyndir saman


🌿 Að spyrja opinna spurninga, hlusta og hafast við í þögninni


Þegar við tökum þátt í að skapa eitthvað nýtt, þá upplifum við mun sterkari innri hvata til að sjá það verða að veruleika, sterkara eignarhald og sterkari löngun til að ná árangri.

Þess vegna er samsköpun besta verkfærið sem ég á í kistunni minni þegar kemur að því að leiða breytingar.


Samsköpun er einmitt það sem á sér stað þegar leiðtogar velja að leiða með "facilitative leadership" stíl eða fá lóðs með sér í lið til að hanna og leiða vinnustofur og þau samtöl sem þurfa að eiga sér stað til að sjá áfram veginn og ná árangri saman.




Comentários


Lára (2)_edited.jpg

Í pistlum mínum skrifa ég um leiðtogafærni, persónulegan vöxt og mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki í átt að skýrri sýn, sterkri liðsheild og langtímaárangri. 

Post Archive 

Tags

bottom of page