top of page

Meðalið



Ég hef staðið sjálfa mig að því að:


👍Hvetja aðra til að byrja/prófa/það megi gera mistök/maður þurfi ekki að kunna allt 100% áður en maður byrjar

🌟 En sjálf verið með algjöra fullkomnunaráráttu


👍Hvetja aðra til að hlusta á þarfir viðskiptavina, involvera fólk í hugmyndavinnu

🌟En sjálf verið frekar stjórnsöm og fundist mínar eigin hugmyndir yfirleitt bestar


👍Hvetja stjórnendur til að miðla tilgangi fyrirtækisins og kveikja eldmóð í hjörtum starfsfólks með göfugum tilgangi

🌟En sjálf ekki verið búin að skilgreina minn eigin tilgang - tilganginn með mínu starfi og lífi


👍Hvetja stjórnendur til að hlusta á þarfir fólksins síns, fá það til að rýna, setja mark sitt á ákvarðanir og þær leiðir sem fara á

🌟En gleyma því að leyfa stjórnendum að taka þátt í að setja mark sitt á þau verkefni sem ég legg til að þeir vinni - leggja fyrir þau tillögu að úthugsuðu plani - mínu plani


👍 Hvetja stjórnendur til að þróa/þjálfa/coacha fólk í stað þess að segja því fyrir verkum

🌟En standa mig sjálfa stöðugt að því að "gefa ráð", gefa uppskrift, segja fólki til og koma mínum skoðunum og hugmyndum á framfæri fremur en að coacha fólk sjálf


👍Hvetja stjórnendur/fólk til að vera hreinskilið, hugrakkt, hafa frumkvæði að opnum samskiptum með því að berskjalda sig

🌟Mæta sjálf til leiks í varnarviðbrögðunum mínum fight/flight gír


Bragðverstu meðulin eru manns eigin meðul þegar maður uppgötvar loksins að maður þarf að taka þau sjálfur. 😳


Á sama tíma virka þessir óþverar ótrúlega vel! 😊


Comments


Lára (2)_edited.jpg

Í pistlum mínum skrifa ég um leiðtogafærni, persónulegan vöxt og mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki í átt að skýrri sýn, sterkri liðsheild og langtímaárangri. 

Post Archive 

Tags

bottom of page