top of page

Lóðs? Hvað er það? 

Facilitation er fag sem hefur ekki rutt sér til rúms á Íslandi ennþá þrátt fyrir að mörg okkar standi frammi fyrir því nær daglega að leiða alls kyns fundi og samtöl ólíkra hagsmunaaðila. 


Hlutverkið facilitator, sem ég kýs að þýða sem lóðs, er margslungið og má nýta í margvíslegum aðstæðum. Sem lóðs þarf maður nefnilega ekki að vera sérfræðingu í innihaldi umræðunnar sem á sér stað.

En hvað gerir lóðsinn þá eiginlega? Hér er örlítil innsýn í það:


🌟 Lóðs hannar umhverfi fyrir fólk til að tala saman, vinna saman, taka ákvarðanir, eignast sameiginlegt tungumál, skilja hvort annað betur, vera það sjálft, nýta styrkleika sína, virða hvort annað, læra saman, ná árangri saman.


🌟 Lóðs hannar ferli fyrir hópa fólks til að vinna sig í gegnum til þess að greina vandamál og verkefni, skapa sameiginlega sýn, skoða möguleika, skapa lausnir, varða veginn áfram og draga lærdóm.


🌟 Lóðs býr til öruggt umhverfi fyrir fólk til að prófa sig áfram, gera tilraunir, hafa frumkvæði, tala um erfiðu hlutina, gefa af sjálfu sér, tengjast hvort öðru, finna virði sitt.


🌟 Lóðs skapar upplifun fyrir þátttakendur, upplifunina að rödd mín fái að heyrast, að rödd mín og hugmyndir skipti máli, að ég sé velkomin/n inní samtalið, að það sé virði í því sem ég hef til málanna að leggja, að mitt innlegg hafi raunverulegt virði. Valdeflandi upplifun.


🌟 Lóðs fylgist með samtalinu og dýnamíkinni sem á sér stað og mætir fólkinu í herberginu þar sem það er statt hverju sinni.


🌟 Lóðsar eru jafnmisjafnir og þeir eru margir en eiga það sameiginlegt að vera leiðtogar umbreytandi samtala og skapandi samvinnu. 



Að leiða samtal ólíkra hagsmunaaðila á áhrifaríkan hátt með hugarfari og hæfni lóðsins er leiðtogahæfni sem má þjálfa og tileinka sér til að ná auknum árangri í starfi. Hæfni sem umbótaleiðtogar jafnt sem stjórnendur, verkefnastjórar og agile þjálfar geta nýtt sér til að leiða skapandi samvinnu sinna teyma.

Ert þú umbótaleiðtogi, stjórnandi, verkefnastjóri eða agile þjálfi og langar að þróa með þér hugarfar og hæfni lóðsins til að ná enn betri árangri í þínu starfi?


Heyrðu í mér!



Comments


Lára (2)_edited.jpg

Í pistlum mínum skrifa ég um leiðtogafærni, persónulegan vöxt og mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki í átt að skýrri sýn, sterkri liðsheild og langtímaárangri. 

Post Archive 

Tags

bottom of page