top of page

Árangursríkar vinnustofur - námskeið í maí

Ég get ekki lýst því hvað ég hlakka mikið til að kenna námskeiðið Árangursríkar vinnustofur í Opna háskólanum núna í maí!


Með vinnustofuforminu gefst manni tækifæri til að hjálpa fólki og teymum að finna samhljóm, eldmóð og nýjar leiðir að árangri.


Í hlutverki lóðsins (e.facilitator) skapar maður aðstæður fyrir teymi til að leysa áskoranir sem liggja fyrir en sem lóðs hefur maður ekki síður áhrif á dýnamíkina, liðsheildina og menninguna sem skapast í teyminu - sem er risastór partur af því að ná árangri!


Vel lóðsuð samvinna gerir það að verkum að auðlindir nýtast betur, verkefni verða skýrari, taka styttri tíma, ákvarðanir eru byggðar á mikilvægustu upplýsingum hverju sinni, fólk nýtir krafta sína betur og fólki líður betur í vinnunni.

Fagleg ástríða mín liggur í því að hjálpa fólki að takast á við nýjar áskoranir, eiga hreinskilið og opið samtal, sjá hlutina frá nýju sjónarhorni og vinna saman að árangri. Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með hópi fólks sem er að uppgötva máttinn í samvinnunni og uppgötva sína eigin styrkleika um leið og það stígur hugrekkisskref í átt að nýjum lausnum og sameiginlegri framtíðarsýn. Allt þetta getur átt sér stað í góðri vinnustofu!

Það er einlæg trú mín að heimurinn þurfi fleiri góða lóðsa með hæfni til að sameina fólk í átt að árangri og framþróun. Með þessu námskeiði vil ég leggja mitt af mörkum til að gera heiminn aðeins betri :)

Комментарии


Lára (2)_edited.jpg

Í pistlum mínum skrifa ég um leiðtogafærni, persónulegan vöxt og mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki í átt að skýrri sýn, sterkri liðsheild og langtímaárangri. 

Post Archive 

Tags

bottom of page